Ertu notandi?

Innskráning í heimildasafn Fons Juris er á slóðinni fj.is.

Fræða- og dómasafn Fons Juris

Fons Juris rekur samnefnt gagnasafn sem er það umfangsmesta sinnar tegundar á Íslandi. Gagnasafnið inniheldur alla dóma Hæstaréttar, Landsréttar, Félagsdóms og alla dóma héraðsdómstóla sem birtir hafa verið rafrænt. Einnig er er að finna í gagnasafninu tímaritin Úlfljót, Lögréttu og Tímarit lögfræðinga frá upphafi. Þá hefur safnið að geyma úrskurði og ákvarðanir um þrjátíu stjórnsýslunefnda og stofnana. Stöðugt er unnið að því að bæta við fleiri gögnum.
Allar heimildir sem finna má hjá Fons Juris eru tengdar saman með gagnvirkum hætti, er því hægt að fara á milli allra heimilda með auðveldum hætti og vísar hver heimild á aðra þannig að öll rannsóknarvinna er einfölduð til muna.
Með því að bjóða upp á þúsundir dóma, úrskurða og öll helstu tímarit á sviði lögfræði og yfir 100.000 samtengingar í kerfinu tryggir Fons Juris að þú missir ekki af nokkrum upplýsingum sem gætu nýst þér í starfi.
200px-Coat_of_arms_of_Iceland.svg
domstolarcol
ulflj
tlog
timaritlog
althingi

Útgáfa og bókaklúbbur

Útgáfumál eru vaxandi þáttur í starfsemi Fons Juris en félagið gaf fyrst út bókina Persónuverndarlög eftir Sigrúnu Jóhannesdóttur á árinu 2016 og árið eftir bókina Evrópskan bankarétt eftir Arnald Hjartarson. Þessar bækur og annað efni sem Fons Juris gefur út í framtíðinni munu birtast rafrænt í kerfum Fons Juris og verða þar samtengd öðrum heimildum.
Nú þegar vinnur félagið að útgáfu nokkurra rita á sviði lögfræði og hefur alltaf áhuga á að koma að útgáfu fleiri rita. Fons Juris býður höfundum sem gefa út hjá félaginu framúrskarandi þjónustu og getur séð að öllu leyti um prófarkalestur, umbrot, kápuhönnun og aðstoðað við gerð skráa. Útgáfuferli hverrar bókar er fylgt eftir af fræðilegum ritstjóra og starfsmönnum félagsins í samræmi við útgáfuáætlun sem félagið og höfundur koma sér saman um. Fons Juris kemur verkum hratt og örugglega í gegnum öll stig útgáfuferlisins og nýtur þar góðs af öguðu útgáfuumhverfi og áralangri þekkingu starfsmanna félagsins á útgáfuferli lögfræðibóka.
Fons Juris býður höfundum sem gefa út hjá félaginu tækifæri til að gefa út hjá öflugu félagi sem hefur breytt til hins betra starfsumhverfi lögfræðinga á Íslandi. Þá gefst höfundum jafnframt tækifæri á að fá bækur sínar útgefnar með rafrænum hætti og tengdar öðrum gögnum í gagnasafni Fons Juris. Með því að tengja saman bækur og önnur gögn í kerfinu og með því að gera bækur aðgengilegar rafrænt opnast jafnframt möguleiki á að uppfæra þær í þegar þess gerist þörf auk þess að skapa nýja tekjumöguleika fyrir höfunda.
Fons Juris starfrekur sérstakan bókaklúbb en meðlimir klúbbsins fá 10% afslátt af útsöluverði bóka sem félagið gefur út auk þess að fá fría heimsendingu á bókum. Meðlimir klúbbsins fá jafnframt boð á árlegt hóf félagsins. Vinsamlegast sendið ósk um skráningu á fonsjuris@fonsjuris.is.

Hrunréttur

Eftir Ásu Ólafsdóttur, Eyvind G. Gunnarsson og Stefán Má Stefánsson

Hrunréttur fjallar um verkefni Alþingis, stjórnvalda og dómstóla í kjölfar efnahagshrunsins sem varð á Íslandi haustið 2008.

Stefánsbók

Til heiðurs Stefáni Má Stefánssyni

Í Stefánsbók er einkum að finna greinar á sviði réttarfars, félagaréttar og Evrópuréttar. Söfnun á tabula gratulatoria vegna Stefánsbókar stendur til 3. september nk. Skráning fer fram hér á síðunni.

Fjölmiðlaréttur

Eftir Eirík Jónsson og Halldóru Þorsteinsdóttur

Í ritinu er með heildstæðum hætti gerð grein fyrir helstu reglum greinarinnar, en hinar íslensku reglur á þessu sviði hafa mikil tengsl við alþjóðlega samninga um mannréttindi og hafa sætt verulegum breytingum á undanförnum árum.

Evrópskur bankaréttur

Eftir Arnald Hjartarson

Ritið kortleggur reglur Evrópusambandsins á sviði bankaréttar, rekur sögulega þróun réttarsviðsins og skýrir jafnframt áhrif þeirra á íslenskan rétt á grundvelli EES-samningsins.

Persónuverndarlög

Eftir Sigrúnu Jóhannesdóttur

Ritið hefur að geyma skýringar við lög um persónuvernd og meðferð persónupplýsinga, þ.e. lög nr. 77/2000, og byggir á 15 ára reynslu af beitingu þeirra og framkvæmd.
(Uppseld hjá útgefanda.)

Fons Juris ehf.

Síðan 2011
Fyrsta útgáfa Fons Juris var opnuð 15. september 2011 og urðu þá allir dómar Hæstaréttar Íslands aðgengilegir á rafrænu formi í fyrsta skipti. Vefkerfinu Fons Juris er ætlað að safna saman í einu leitarkerfi, öllum þeim heimildum á sviði lögfræði sem Fons Juris ehf. er unnt að fá aðgang að. Þá er því ætlað að auðvelda notendum úrvinnslu heimilda t.d með samtengingu og samþættingarmöguleikum gagna. Meginmarkmið kerfisins er að einfalda störf þeirra sem starfa við lögfræðileg viðfangsefni og uppfæra vinnuumhverfi þeirra sem fást við lögfræði, til jafns við það sem best þekkist erlendis.

Póstfang

Fons Juris ehf.
Grandagarði 16, 101 Reykjavík
460611-2450

Almennar fyrirspurnir

fonsjuris@fonsjuris.is
571 5050

Bókhald

bokhald@fonsjuris.is
571 5050

Teymið

Sævar Guðmundsson
Framkvæmdastjóri Fons Juris ehf.
Sævar er lögfræðingur og einn stofnenda Fons Juris ehf.
Einar Sigurbergsson
Framkvæmdastjóri Fons Juris útgáfu ehf.
Einar er lögfræðingur og einn stofnenda Fons Juris ehf.
profile-1-blackwhite
Mannsi Einarsson
Hugbúnaðarsérfræðingur
Mannsi er tölvunarfræðingur.
Arnaldur Hjartarson
Fræðilegur ritstjóri
Arnaldur er héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.
Iðunn Bragadóttir
Bókhald
Iðunn starfar hjá Fjárhúsinu bókhaldsþjónustu ehf.
Daníel Jakobsson
Stjórnarformaður
Daníel er fjármálastærðfræðingur.
Brynja Baldursdóttir
Stjórnarmaður
Brynja er framkvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi.
Hilmar Kristinsson
Stjórnarmaður
Hilmar er viðskiptafræðingur.

 

 

Login

Reset Your Password